Sími 441 5300

Fréttir

Vorhátíð í góðu veðri - 7.6.2018

Í gær var vorhátíð skólans haldin í fínasta veðri en henni var frestað þann 17. maí, vegna þess þá var gul viðvörun frá Veðurstofu Íslands vegna hvassviðris og rigningar.
Hátíðin tókst vel, börnin sungu nokkur lög fyrir gesti og að því loknu fékk umhverfisnefnd skólans, sem skipuð er elstu börnunum,  Grænfánann afhentan í fimmta skipti frá fulltrúa frá Landverndar. Næstu tvö ár verður þemað í Grænfánaverkefninu Landslag.
Eftir að búið var að draga Grænfanann að húni fór fram reiptog, börn á móti foreldrum og er skemmst frá því að segja að börnin sigruðu þá keppni og uppskáru verðlaun. Þá var komið að fjórsjóðsleit og að lokum var pizzuveisla í boði foreldrafélagsins.

Lesa meira

Útskrift - 1.6.2018

Í gær fimmtudaginn 31. maí var haldin útskriftarhátíð fyrir elstu börnin, Gullmolana. Þau sungu fyrir gesti nokkur lög og dönsuðu og sungu Álfadansinn. Þau sungu eins og englar og það sáust nokkur tár tindra á hvarmi áhorfenda. Eftir útskrift buðu þau aðstendendum sínum í vöfflukaffi.

Lesa meira

Settar niður kartöflur - 30.5.2018

Loksins, loksins kom gott veður og þá var drifið í að setja niður kartöflur.
Fyrst var farið í skrúðgöngu og sungið, síðan settar niður kartöflurnar af mikilli iðjusemi og að lokum fengu allir tortillur sem grillaðar höfðu verið á eldstæðinu.

Lesa meira

Sveitaferðin - 11.5.2018

Á miðvikudaginn fórum við í okkar árlegu sveitaferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Að venju komu margir foreldrar með börnum sínum. Rúturnar voru þrjár og margir sem komu á eigin bílum. Þegar komið var að Bjarteyjarsandi var skipt í þrjá hópa sem fóru á þrjú svæði; fjöruna, flötina og fjárhúsin. Að því loknu fengu allir grillaðar pylsur og vatn/mjólk áður en haldið var aftur í Arnarsmára.