Sími 441 5300

Fréttir

Fríður hópur kvenna í morgunkaffi - 16.2.2018

Í tilefni þess að á sunnudaginn er konudagur buðu börnin ömmum sínum og mömmum í morgunverð í morgun. Fjölmargar konur mættu og gæddu sér á heitum rúnstykkjum og kaffi og skoðuðu verk barnanna m.a. myndir og umsagnir um þær sjálfar.
Kór skólans flutti nokkur lög í samræmi við tilefnið, þ.e. um ömmur og mömmur. Þau fóru einnig með Minni kvenna.
Kærar þakkir fyrir komuna. Lesa meira

Öskudagur - 14.2.2018

Að venju var mikið fjör og mikið gaman á öskudeginum í Arnarsmára.
Allir mættu annað hvort í búningum, íþróttafötum eða náttfötum.
Það var dansað af miklum móð áður en farið var í Kongadans um skólann og endað á að slá snakkið úr tunnunni.
Í hádeginu voru pylsur í matinn og eldri börnin „borguðu“ fyrir sínar með peningum sem þau höfðu búið til.


Bóndadagur - 19.1.2018

Í morgun mættu á annað hundrað gestir í morgunmat í Arnarsmára en hefð er fyrir því að börnin bjóði öfum sínum og pöbbum á bóndaginn í hafragraut, slátur, lýsi og hákarl. Allir tóku vel til matar síns.
Gullmolakórinn söng nokkur lög og allir sungu saman Þorraþræl og Öxar við ána. Takk fyrir komuna herramenn.

Í hádeginu var svo þorrablót þar sem allur hefðbundinn þorramatur var í boði. Sumir sýndu hugrekki og smökkuðu á öllu og fannst það bara gott. Aðrir létu sér nægja hangikjötið, slátrið, sviðasultuna og harðfiskinn.
Sungið var undir borðum eins og gert er á þorrablótum.

Lesa meira

Velheppnuð afmælisveisla. - 9.1.2018

Í gær, 8. janúar var haldið upp á 20 ára afmæli skólans. Opið hús var á milli klukkan 14:00 og 16:00 og boðið upp á léttar veitingar. Starf skólans var gert sýnilegt á ýmsan hátt, með myndböndum, verk barnanna voru  á veggjum og fleiri stöðum og námsgögn gerð sýnileg.
Margir góðir gestir komu og samfögnuðu, þar á meðal nokkrir félagar frá Félagi eldri borgara í Kópavogi. Einn þeirra spilaði á harmóniku og hélt uppi fjöldasöng.
Þetta var skemmtilegur og eftirminnilegur dagur, takk þeir sem tóku þátt.

Lesa meira