Sími 441 5300

Fréttir

Jóla, jóla. - 15.12.2017

Í gær skreyttu börnin jólatréð í skólanum og það var ekki seinna vænna því jólaballið var í morgun. Það var sungið og dansað af hjartans list og svo komu tveir gestir, þeir Bjúgnakrækir og Kertasníkir. Þeir voru mjög fjörugir og fyndnir og gáfu að lokum öllum börnunum gjöf.

Eftir hádegið hélt gamanið áfram þá kom hann Bernd Ogrodnik með brúðuleiksýninguna sína um Grýlu og
pönnukökuna. Hún var mjög skemmtileg og börnin tóku virkan þátt.

Lesa meira

Aðventustund - 11.12.2017

Á aðventunni eru alltaf haldnar aðventustundir í Arnarsmára á mánudagsmognum. Á öðrum mánudegi í aðventu bjóða börnin vinum sínum  úr Gullsmára (eldri borgurum) á slíka stund. Kveikt er á kertum, kórinn syngur og allir taka undir. Í morgun fór einn 5 ára drengur með allt ljóðið hans Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana. Gestirnir þiggja svo kaffisopa á kaffistofunni og spjalla við kennarana. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá þessa góðu gesti í heimsókn.

Lesa meira

Dagur íslenskrar tónlistar - 7.12.2017

Í dag er Dagur íslenskrar tónlistar. Þá sameinast þjóðin í söng á sama tíma. Útvarpað var frá flestum útvarpsstöðvum kl. 11:05 og sungin  þrjú lög; Ef engill ég væri eftir Ellen Kristjánsdóttur, Líttu sérhvert sólarlag eftir Braga Valdimar Skúlason og Gefðu allt sem þú átt eftir Jón Jónsson. Börn og kennarar í Arnasmára komu saman í Sal og tóku undir með hárri raust.

Lesa meira

1. desember - 1.12.2017

Í morgun var innleidd ný dyggð sem allir ætla að tileinka sér á næstu vikum, þ.e. heiðarleiki. Kærleikur verður iðkaður á sama tíma.
Í hádeginu var sameiginlegt borðhald allra deilda í fánaskreyttum sal vegna fullveldisafmælis Íslands. Hangikjöt með öllu tilheyrandi var á boðstólum og sungið var undir borðum eins og oft er gert á slíkum hátíðum.

Lesa meira