Sími 441 5300

Fréttir

13. sept´19

Nú eru börnin orðin 13 á Engi, 8 strákar og 5 stelpur. Það eru 5 börn fædd 2018 sem eru Grjón og 8 börn fædd 2017 sem eru Gormar. Aðlögunin á nýju börnunum gengur bara nokkuð vel en það voru öll Grjónin sem komu saman í þessari aðlögun sem hafa sum hvorki verið hjá dagmömmu né í leikskóla þannig að það er skiljanlega erfiðara fyrir þau. Það er svo ein önnur aðlögun eftir en það kemur síðar í ljós hve mörg börn bætast í hópinn.

Við ætlum að iðka dyggðina Tillitsemi næstu vikurnar og erum að vinna með þemað: Náttúran og litirnir.

Langar að biðja ykkur um að fara yfir hvort eitthvað vanti í fatakassana sem eru fyrir ofan hólf barnanna.

Ég var búin að láta einhverja fá leyniorðið inn á heimasíðuna, ef þið voruð ekki búin að fá það megið þið láta okkur vita.

Föstudaginn 20.september er skipulagsdagur og þá er leikskólinn lokaður.Þetta vefsvæði byggir á Eplica