Læsisátak í nóvember

Nú í nóvember gefst börnunum færi á að taka með sér bækur heim með aðstoð foreldra sinna. Þetta er liður í því að auka læsi og lesskilning hjá börnunum auk þess sem lestur bóka gefur góða samverustund með foreldri. Við mælum með því að hver bók sé lesin oftar en einu sinni og þá má nota sitthverja aðferðina í hvert skipti; lesa á gamla venjjulega mátann, ræða og geta sér til um hvað bókin er, ræða innihaldið út frá myndunum o.s.frv. Það þarf að láta kennara vita þegar bók er tekin að láni og þá er hún skráð og eins láta vita þegar henni er skilað.