Jólaundirbúningur

Þessa dagana er undirbúningur jólanna rauði þráðurinn í starfinu í Arnarsmára.

Leiksýningin Jólin hennar Jóru var í boði foreldrafélagsins síðast liðinn miðvikudag.

Þessa vikuna er jólavika, börnin takast á við eitt jólatengt verkefni hvern dag, æfa sig í að vera á jólaballi, baka piparkökur, fara í ljósagöngu með vasaljós, gera jólaskraut í Listasmiðju og hlusta á jólasögu og teikn myndir eftir henni.

Svo eru þau líka að útbúa eitthvað sem alls ekki má segja frá í Listasmiðjunni en foreldrar komast að því á jólunum hvað það er.

Jólaballið verður föstudaginn 13. desember og eldri deildir fara í ferðir sem eru tengdar jólum.

Að þessu sinni verður ekki farið í kirkju en elstu börnin ætla að leika leikrit fyrir okkur hin um sögu jólanna. Einnig eigum við von á góðum gesti frá Digraneskirkju sem ætlar að spjalla og syngja með okkur. Þetta verður 12. desember.

Aðventustundir eru alla mánudaga í desember, önnur stundin verður 9. desember og þá bjóðum við vinum okkar í Gullsmára til okkar. Á aðventustundina sem verður mánudaginn 16. desember kl 15:00 við útieldstæðið er foreldrum boðið að koma og taka þátt með okkur. Þetta allt lýsir upp hvers daginn og skammdegið svo það er gott að það koma jól til að gleðja fólk.