Fundargerðir umhverfisráðs

28. janúar 2020

Öll mætt, nema Alexander Smári.
Þau héldu áfram með gátlista Landverndar og ræddu nú um hvaða náttúrufyrirbæri væru í nærumhverfinu. Þau nefndu tré og skóg og tún og svo væri auðvitað Esjan, en þangað yrði að fara í bíl.  Í fjöruna væri svolítill spotti, en hægt að ganga þangað. Mörg þeirra höfðu farið í fjallgöngu og berjamó og þá oftast með ömmu og afa.

23. janúar 2020

Öll mætt, nema Khairya.
Héldu áfram að fara yfir gátlista Landverndar.
Rætt var um hvaða mannvirki væru í nærumhverfinu. Aðallega íbúðarhús, en líka skóli, leikskóli, íþróttahús, fótboltavöllur, félagsmiðstöð eldri borgara og bensínstöð. Þau hafa farið í heimsókn til eins barnsins, Bakarameistarann, skólann og leikskólann. Þau fara vikulega í leikfimi í Smáranum og hálfsmánaðarlega syngja þau með eldri borgurum í Gullsmára.
Spurð hvort þau vildu breyta einhverju í umhverfinu, nefndu þau að það vantaði gangbraut á Smárahvammsveg, þar sem þau taka stundum strætó. Þau nefndu líka að það hefði verið betra áður en byggt var í móanum, því þá var hægt að leika sér þar.

14. janúar 2020

Öll mætt, nema Guðný Birta.
Byrjuðu að fara yfir gátlista Landverndar.
Þau ræddu m.a. um mosa, hvað væri mikilvægt að umgangast hann af varkárni, því hann væris svo lengi að vaxa aftur. En hann væri rosalega mjúkur. Þegar þau voru spurð hvort skólinn ætti útikennslusvæði, svöruðu þau því til að það væri bara skólalóðin, en þau þyrftu ekkert sérstakt útikennslusvæði; þau gætu lært hvar sem er. Þegar kom að spurningu um hvort þau gæfu fuglum á skólalóðinni á veturna, uppgötvuðu þau að þau hefðu ekki staðið sig í stykkinu og ákváðu að bæta úr því við fyrsta tækifæri.

9. janúar 2020
Öll mætt.
Rætt um breytingar á "Móanum" og skoðaðar "fyrir og eftir" myndir.

19. nóvember 2019
Öll mætt nema Arnar Páll.
Rætt um breytingar á leikskólalóðinni. Börnin mjög ánægð með þær.

29. október 2019
Öll mætt, nema Guðmundur Birkir.
Pappírsgerð.

15. október 2019

Öll mætt.
Rætt var um endurvinnslu og náttúruvernd og börnin vissu ansi mikið. Þau voru meðvituð um að ekki megi henda rusli úti og mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna t.d. að brjóta ekki trjágreinar. Einnig ræddu þau um mikilvægi þess að nýta pappír vel svo ekki þurfi að fella fleiri tré. Grænfáninn var skoðaður, hvað táknin í fánanum standa fyrir og rætt um hvers vegna Arnarsmári er Grænfánaskóli og hvað við þurfum að gera til að halda því áfram. Síðan teiknuðu öll börnin sinn Grænfána og voru fánarnir hengdir upp á umhverfisvegginn.

24. sept. 2019
Öll mætt.
Rætt um ferðina i Sorpu.
Axel Orra, Aldísi og fleirum fannst mjög merkilegt að skip frá Rauða krossinum skildi sigla til útlanda með notuð föt. Einnig fannst þeim merkilegur pokinn sem þeim var gefinn og búinn er til úr flöskum. Þau ætla að nota hann undir blaut föt og hætta að nota plastpoka til þess.

5. sept. 2019
Fyrsti fundur nýs umhverfisráðs, sem skipað er Gullmolunum.
Allir mættir: Aldís Alexander, Arnar Páll, Axel Orri, Elísa, Filip, Guðmundur Birkir, Guðný Birta, Helena, Ísold, Khaireya, Linda Rós og Pálmi
Rætt um fyrirhugaða ferð í Sorpu og flokkun og endurvinnslu almennt