Handbók um snemmtæka íhlutun

Þessi handbók er afrakstur þróunarverkefnis um snemmtæka íhlutun í málþroska barna. Verkefnið stóð yfir frá haustinu 2017 til vors 2019, en hélt þó áfram að þróast og var endanleg útgáfa tilbúin haustið 2020. Stjórnandi verkefnisins var Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur. Rannveig Jónsdóttir og Hrafnhildur Steinþórsdóttir héldu utan um verkefnið fyrir hönd Arnarsmára.  

Handbókin er hugsuð til að auðvelda öllum starfsmönnum leikskólans að grípa inn í með viðeigandi aðferðum þegar örva þarf málþroska leikskólabarna. Miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið sem snýr að málþroska barna þá virðist vera mikil þörf á verkefni eins og þessu svo allir geti verið samtaka og unnið í anda snemmtækrar íhlutunar og verið meðvitaðir um hvað snemmtæk íhlutun snýst. 

Í framhaldinu voru tekin saman málörvunarhefti fyrir hvern árgang í leikskólanum. Þar kemur fram hvernig eðlilegur málþroski þróast og hvaða skimanir/prófanir/skráningar er hægt að nýta fyrir viðkomandi árgang. Einnig kemur fram hvenær þurfi að beita aðferðum sem eru byggðar á snemmtækri íhlutun og hvernig eðlilegast er að beita þeim miðað við aldur barnanna.

Þróunarstarfið var kynnt á skipulagsdegi 19. nóv. og má nálgast þá kynningu með því að smella hér.