Sími 441 5300

Erasmus+

Erasmus+ verkefni í Arnarsmára

Frá haustinu 2014 til haustsins 2016 var Arnarsmári í samstarfsverkefni styrktu af Evrópusambandinu ásamt þremur erlendum skólum.
Samstarfsskólarnir eruí Englandi, Svíþjóð og Tyrklandi. Ísland var stýriþjóðin. Verkefnið, sem fékk nafnið „Leikum og lærum“ (Play and learn) gekk út á að skiptast á hugmyndum um mismunandi aðferðir og efnivið til að kenna börnum tungumál og bókstafi sem myndi svo ýta undir áhuga á skrift og lestri. Send voru nokkur mismunandi verkefni sem talin voru auka fjölbreytileika í kennslunni á milli landanna fjögurra.  Kennarar í hverju landi framkvæmdu svo verkefnin með sínum nemendum.  Síðan var borið saman hvernig hefði gengið. Öll samskipti fóru fram á ensku í gegnum tölvu og svo hittust kennarar skólanna á verkefnafundum í hverju landi fyrir sig til að ræða um verkefnið, hvernig gengi og hver yrðu næstu skref. 
Fyrsti fundurinn var haldinn í Arnarsmára í lok janúar 2015.
Í júní 2015 var farið til Svíþjóðar og í febrúar 2016 til Englands.
Ætlunin var síðan að fara til Tyrklands í júní, en vegna ástandsins í heiminum var Svíunum og Englendingunum bannað að ferðast til Tyrklands. Þess vegna var öllum boðið að koma til Íslands í lok maí en Tyrkirnir sáu sér ekki fært að mæta.
Afrakstur þessa verkefnis er ljósmyndabók frá öllum ferðunum og myndband og handbók með verkefnunum sem börnin framkvæmdu á þessum tíma.

Myndbandið

Handbókin

                                                             

Heimasíða tyrkneska skólans: http://mebk12.meb.gov.tr/meb_iys_dosyalar/33/05/708118/okulumuz_hakkinda.html

Heimasíða sænska skólans: http://www.orebro.se/720.html

Heimasíða enska skólans: http://www.emscoteinfants.co.uk/Þetta vefsvæði byggir á Eplica