Sími 441 5300

Fréttir

Útskriftarhátíðin var í gær. - 29.5.2019

Gullmolarnir, elstu börnin í Arnarsmára, voru formlega útskrifuð í gær.
Þau sungu nokkur lög fyrir gesti hátíðarinnar og fóru með setningar úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Börnin gerðu þetta mjög vel og ekki var laust við að það sæust tár á nokkrum hvörmum, þetta snart við mörgum.
Eftir athöfnina var öllum gestum boðið í vöfflukaffi.


Lesa meira

Mjög góður dagur í sveitinni - 10.5.2019

Í dag var okkar árlega ferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði.
Þó að lofthiti væri lágur má segja að veðrið hafið leikið við okkur, sólin skein og ekki mikill vindur.
Þátttaka var að venju góð og nutum við þess að fara í fjárhúsin, fjöruna og í leiki.
Allir komu heim saddir og glaðir eftir pulsuát og skemmtilegheit.
Takk fyrir daginn börn og gestir og takk fyrir frábærar mótttökur, Arnheiður, Kolbrún og Guðmundur.


Lesa meira

Barnamenningarhátíðin í Kópavogi - 12.4.2019

Nú stendur yfir barnamenningarhátíð í Kópavogi. Tveir elstu árgangarnir í Arnarsmára tóku þátt í hátíðinni með því að vinna að verkefninu um Fugla og fjöll í allan vetur. Afrakstur þeirrar vinnu er á stórglæsilegri sýningu í Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Í morgun var þessum börnum boðið á tónleika í Salnum með Dúó Stemmu sem var mjög skemmtilegt. Að því loknu var boðið út í Náttúrufræðistofu þar sem formleg opnun var á sýninguna og klippti eitt barn frá hverjum skóla saman á borða. Ragnar Örn á Gulldeild var fulltrúi Arnarsmára, Það voru þrír aðrir leikskólar sem tóku þátt í þessu verkefni.
Á morgun er lokadagur Barnamenningarhátíðar og þá er foreldrum boðið með börnum sínum í opna smiðju milli kl. 12:00-14:00.
Það er algjörlega hægt að mæla með að fólk skelli sér á þessa sýningu.


Lesa meira

Spilaflæði - 27.3.2019

Í morgun var spilaflæði í skólanum. Þá gátu öll börnin farið á milli nokkurra svæða og prófað og tekið þátt í mismunandi spilum. 


Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica