Sími 441 5300

Fréttir

Stærðfræðidagurinn mikli - 10.10.2018

Öll börn skólans tóku þátt í ýmsum stærðfræðitengdum verkefnum í gærmorgun. Verkefnin voru fjölbreytt, fólgin í að para saman, telja, nota stærfræðitengd hugtök og leysa þrautir. Þetta var fyrri stærðfræðidagurinn af tveimur á þessu skólaári. Börnin stóðu sig með prýði og allir höfðu gagn og gaman af. Þátttakendur fengu viðurkenningarskjal þegar verkefnavinnu lauk.

Lesa meira

Uppskeruhátíð - 14.9.2018

Í morgun héldum við okkar árlegu uppskeruhátíð í dásamlegu veðri. Fyrst var farið í skrúðgöngu með trommuslætti og söng, um lóðina sem var einmitt stækkuð talsvert í morgun. Síðan var hafist handa við upptöku. Það kom skemmtilega á óvart eftir þetta sumar hversu mikil uppskeran var og fallegar kartöflur. Þetta er með því mesta sem við höfum fengið. Hallgerði voru færðar kartöflur til að sjóða með steikta fiskinum og smökkuðust þær ótrúlega vel.

Lesa meira

Stóri læsisdagurinn - 10.9.2018

í dag er stóri læsisdagurinn í Ararsmára, sá fyrri á þessu skólaári.
Börnin fóru á milli svæða og leystu ýmis læsistengd verkefni.
Það er alveg ótrúlegt hvað þau eru dugleg enda fengu þau viðurkenningar skjal að lokinni þátttöku.

Lesa meira

Árgangaskiptahátíðin - 17.8.2018

Í morgun var stór stund hjá börnunum í Arnarsmára, flutningur á milli deilda fór fram.
Garparnir urðu Gullmolar og fluttu á Gulldeild, Grallarar urðu Garpar og fluttu á Akur, Gormar urðu Grallarar og fluttu á Brekku og Grjón urðu Gormar og fluttu á Bakka. Þetta var mjög hátíðleg og skemmtileg stund.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica