Sími 441 5300

Fréttir

Skemmtilegur öskudagur - 6.3.2019


Það er búið að vera mikið fjör og margar kynjaverur í Arnarsmára í dag.

Það var ball í morgun, eftir það var kötturinn (snakkið) sleginn úr tunnunni.
Í hádeginu voru pulsur í matinn og þurftu börnin á eldri deildunum að borga fyrir sínar pulsur. Þau reyddu fram með glöðu geði himinháar upphæðir fyrir einni pulsu, allt upp í nokkrar milljónir (þau útbjuggu peningana sjálf).


Lesa meira

Ömmur og mömmur í morgunmat - 22.2.2019

Á þriðja hundrað manns snæddu morgunverð í Arnarsmára í morgun.
Börnin buðu ömmum sínum og mömmum í heimsókn í tilefni þess að á sunnudaginn er konudagurinn og við kveðjum þorrann og tökum á móti góunni.
Börnin voru búin að teikna myndir af mömmum sínum og ömmum og setja skemmtilegar athugasemdir með.
Þau höfðu einnig útbúið blóm á hvert borð í tilefni dagsins.
Það var ánægjulegt að sjá hversu margar konur sáu sér fært að mæta.
Takk fyrir komuna.


Lesa meira

Gestkvæmt á bóndadagsmorgni - 25.1.2019

Börnin buðu pöbbum og öfum með sér í morgunmat í tilefni bóndagsins í morgun. Margir sáu sér fært að koma og var það ánægjulegt. 
Boðið var upp á hafragraut, lýsi, slátur og hákarl. Flestir tóku vel til matar síns og nutu stundarinnar. Gullmolarnir stigu á stokk og sungu nokkur lög og einnig var fjöldasöngur.
Takk fyrir komuna allir sem einn.
Í hádeginu var svo þorrablót skólans með öllu tilheyrandi og voru margir duglegir að smakka á óhefðbundnum mat. Þó má segja að hangikjötið, slátrið, flatkökurnar og rófustappan hafi verið vinsælust.

Lesa meira

Við eigum afmæli í dag - 7.1.2019

Í dag 7. janúar héldum við upp á 21 árs afmæli Arnarsmára.
Í morgun var afmælis gaman saman þar sem allar deildir komu með einhverja leiki. 
Og auðvitað var afmælissöngurinn sunginn og fáninn dreginn að húni.
Í hádeginu var pizza í matinn og ís í eftirrétt og súkkulaðikaka í síðdegishressingu. 
Svona eiga afmæli að vera.


Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica