Sími 441 5300

Fréttir

Spilaflæði - 14.11.2018

Í morgun var spilaflæði í skólanum. Þá var fjölbreytt úrval soila í boði, Á elstu þremur deildunum voru níu mismunandi spil í boði og gátu börnin farið á milli og prófað nokkur.
Á Bakka og Engi var spilað inn á deildum og voru færri spil í boði en allir prófuðu eitthvað.
Lesa meira

Gaman saman - 9.11.2018

Í morgun var nýja útieldstæðið vígt, einnig sviðið og áhorfendapallarnir. Engi bauð upp á gaman saman úti og tókst það mjög vel.
Lóðin er smátt og smátt að komast í rétt horf og erum við mjög ánægð með það sem komið er, allt virkar svo vel.


Lesa meira

Vináttugangan - 8.11.2018

Í dag, 8. nóvember er baráttudagur gegn eineldti.
Í Arnarsmaára er farið í vináttugöngu á þessum degi. Smáraskóli og tveir elstu árgangarnir í leikskólunum Læk og Arnarsmára komu saman í Fífunni og sungu og dönsuðu saman. Hópurinn myndaði stórt hjarta og sýndu hvert öðru virðingu og vináttu. Nemendur úr 10. bekk Smáraskóla sóttu Garpa og Gullmola og fylgdu þeim allan tímann á leið í Fífuna og aftur heim.
Grallararnir, Gormarnir og Grjónin fóru í vináttugöngu hér í næsta nágrenni. Þau höfðu með sér nesti og töluðu um vináttuna og að vera góð hvert við annað. Að lokum var lesin saga.

Dagurinn gekk vel og allir voru glaðir og góðir.


Lesa meira

Stærðfræðidagurinn mikli - 10.10.2018

Öll börn skólans tóku þátt í ýmsum stærðfræðitengdum verkefnum í gærmorgun. Verkefnin voru fjölbreytt, fólgin í að para saman, telja, nota stærfræðitengd hugtök og leysa þrautir. Þetta var fyrri stærðfræðidagurinn af tveimur á þessu skólaári. Börnin stóðu sig með prýði og allir höfðu gagn og gaman af. Þátttakendur fengu viðurkenningarskjal þegar verkefnavinnu lauk.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica