Sími 441 5300

Fréttir

Árgangaskiptahátíð

16.8.2019

Í morgun var árgangaskiptahátíðin í Arnarsmára.
Leikskólastjórinn hristi töfrasprotann og breytti elstu börnunum í Gullmola, 4 ára börnin eru orðin Garpar, 3 ára Grallarar og tveggja ára Gormar.
Börnin litu á þessa stund alvarlegum augum og nokkrir voru smá kvíðnir yfir breytingunum og breyttu hlutverki innan skólans. T.d. er höfðað til elstu barnanna að vera fyrirmyndir þeirra yngri og taka margir því sem vandasömu hlutverki. Mikilir flutningar áttu sér stað, öll börn fluttu á milli deilda.
 Boðið var upp á popp á hátíðinni, grillaðar pulsur í hádeginu og nýbakaðar vöfflur með rifsberjahlaupi úr garðinum okkar í síðdegishressingu. 
Í næstu viku hefst aðlögun nýrra barna.Þetta vefsvæði byggir á Eplica