Sími 441 5300

Fréttir

Jólin koma

10.12.2018

Í desember litast mest allt starfið af jólunum.
 Fyrsta vikan var það sem við köllum jólaviku þar sem hver deild fór í eitt ákveðið verkefni á dag; baka piparkökur, föndra, hlusta á jólasögu og teikna myndir, æfa sig fyrir jólaball og svo fóru allir einu sinni í ljósagöngu með vasaljós með sér.
Foreldrafélagið stóð fyrir samveru á laugardagsmorguninn þar skreyttar voru piparkökur.
Börnin eru nú að undirbúa komu fyrsta jólasveinsins og eru að búa til skó til að setja út í glugga.
Jólaballið verður á föstudagsmorguninn og má búast við góðri heimsókn þá frá einhverjum sveinum.
Öll börnin hafa verið að gera svolítið leyndarmál sem foreldrar mega ekki vita hvað er en fá að sjá á jólunum.
Alla mánudaga er haldin aðventustund og þá er kveikt á kertum í aðventukransinum og sungin jólalög.  Einnig er mikið talað um  að vera góður og að gera góðverk og að vera heiðarlegur.  Nokkrir vinir okkar úr hópi eldri borgara í Gullsmára komu í morgun á aðventustund og undruðust þau hversu mikið börnin okkar kunna  og eru stillt og fín. Á næsta mánudag verður foreldrum boðið í aðventustund.
Í síðustu viku fyrir jól verður eitthvað um ferðir hjá börnunum og alli fara í kirkjuheimsókn miðvikudaginn 19. desember.Þetta vefsvæði byggir á Eplica