Sími 441 5300

Fréttir

Sumarhátíð Arnarsmára og Lækjar

24.6.2016

Í morgun var hin árlega sumarhátíð leikskólanna Arnarsmára og Lækjar haldin í sjöunda sinn. Hún er alltaf haldin í Vinabæjalundinum við Digraneskirkju. Að þessu sinn var ákveðið að sleppa börnunum við að ganga niður eftir og mættu þau því í morgunmat á Lækjarvelli, áður en lagt var af stað í skrúðgönguna. Börnunum var skipt í fjóra hópa eftir aldri og fóru þau á níu stöðvar þar sem mörg og mismunandi viðfangsefni biðu þeirra, öll skemmtileg. Eftir það var leiksýning sem Götuleikhúsið sá um og að lokum var boðið upp á grillaðar pylsur og safa í garðinjum hjá Læk. Síðan var gengið heim í Arnarsmára, allir glaðir en kannski svolítið þreyttir.Þetta vefsvæði byggir á Eplica