Sími 441 5300

Fréttir

Óvæntar heimsóknir í dag.

19.12.2016

Í hádegismatinn í dag var skyr og flatkökur. Þegar börnin komu inn í matsal var þeim frekar brugðið, hvít fótspor á gólfinu og stærðar fata og ausa á gólfinu. Skyrgámur hafði þá komið og laumað sér í eldhúsið og nælt sér í skyr.
Eftir hádegið kom strætisvagn á bílaplanið skreyttur jólamyndum eftir Garpa og Gullmolana í Arnarsmára. Börnin fengu svo að skreyta vagninn að innan. Eini farþeginn í vagninum var jólasveinninn Hurðaskellir.Þetta vefsvæði byggir á Eplica