Sími 441 5300

Fréttir

Stærðfræðidagurinn mikli

25.1.2017

Í morgun var stærðfræðidagurinn mikli þessarar annar, það er einn slíkur á hvorri önn.
Þá fara  Gullmolar, Garpar og Grallarar í stærðfræðitengd verkefni á níu stöðvum, 8 mínútur á hverri stöð. Börnunum er skipt í 9 hópa þvert á deildir og leysa þau ýmsar stærðfræðiþrautir. Má þar nefna flokkun eftir litum, mælingar, skera niður ávextina sína og telja bitana, mynsturgerð, samlagning og frádráttur o.fl.
Gormar og Grjón leysa þrautir inn á sínum deildum, para skó og vettlinga, flokka eftir litum, telja ávaxtabita, tær og fingur, læra hugtök o.fl.
Áhuginn var mikill hjá börnunum og þau stóðu sig öll með ágætum.
Hvert barn fékk viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.Þetta vefsvæði byggir á Eplica