Sími 441 5300

Fréttir

Dagur leikskólans - stóri læsisdagurinn

6.2.2017

Í dag er haldinn dagur leikskólans um land allt. Í tilefni af því hefur verið opið hús í Arnarsmára í allan dag, foreldrar hvattir til að kíkja við og fylgjast með börnunum í leik og starfi.
Stóri læsisdagurinn sem er einu sinni á hvorri önn var í morgun og spreyttu börnin sig í litlum hópum við að leysa ýmis læsistengd verkefni. Það gekk mjög vel hjá þeim.´
Margir sáu sér fært að kíkja við og fylgjast með og það var mjög ánægjulegt.
Takk fyrir komuna.Þetta vefsvæði byggir á Eplica