Sími 441 5300

Fréttir

Ánægjulegri listaviku lokið

13.3.2017

Alla síðustu viku og í morgun stóð yfir listavika í Arnarsmára. Þema vikunnar var eins og endranær uppbyggingin - þarfirnar og sólblómaverkefnið. Hvert barn fór á sex svæði með 6-7 öðrum börnum, þvert á deildir og unnu að ákveðnu verkefni tengdu þema vikunnar.
Svæðin sem um var að ræða voru listasmiðja þar sem börnin unnu með frumkvæðisþörfina og gerðu það sem þau vildu úr jarðleir. Á vesturgangangi var vináttuþörfin, þar hjálpuðust börnin við að að gera sér vinabönd. Á Gulldeild var frelsisþörfin, þar teiknuðu þau saman á stóran renning það sem þau vildu, þar sem þau vildu og hlustuðu á tónlist á meðan. Á holukibbasvæðinu var það þörfin fyrir gleði, þar bjuggu börnin sér til alls kyns fígúrur og gerðu skuggaleikshús. Á Bakka var það þörfin fyrir öryggi sem unnið var með og bjuggu börnin til sögu um öryggi og myndskreyttu. Í matsal var unnið með verkefni tengt því að Arnarsmári er Sólblómaleikskóli sem styður og safnar fyrir SOS barnaþorpin  og þar var útbúið sólblóm.Þetta vefsvæði byggir á Eplica