Sími 441 5300

Fréttir

Mikið að gerast í maí

3.5.2017

Í morgun var farið á síðasta svæðið í Arnarsmári á iði  og tókst það með miklum ágætum. Öll börnin hafa þá farið á 5 mismunandi svæði á jafnmörgum dögum og verið í hreyfitengdum verkefnum utan og innan lóðar.
Sveitaferðin verður föstudaginn 12. maí og hefur foreldrafélagið þegar sett upp auglýsingar í fataherbergjum og eins hefur verið sendur póstur á alla foreldra þar sem skráningin fer fram. Auðvitað fara öll börnin í skólanum í ferðina óháð því hvort foreldrar koma með eða ekki.
Skipulagsdagur verður miðvikudaginn 17. maí og er skólinn þá lokaður.Þetta vefsvæði byggir á Eplica