Sími 441 5300

Fréttir

Sveitaferðin tókst vel, eins og alltaf

12.5.2017

Farið var í dag að Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit eins og gert er á hverju vori. Ferðin tókst mjög vel að vanda, margir foreldrar og aðrir ættingjar skelltu sér með í sveitina og fylltum við 4 stórar rúrur, auk þess komu þó nokkuð margir á einkabílum.
Bændurnir tóku vel á móti okkur eins og þeirra er von og vísa og við sáum mörg dýr, fórum í fjöruna, lékum okkur og borðuðum grillaðar pulsur. Það fæddust tvö lömb á meðan við vorum á staðnum og voru tvö þeirra skírð, Arnarsmári annað og Brynja Björk hitt.
Takk fyrir daginn allir sem komu með.Þetta vefsvæði byggir á Eplica