Sími 441 5300

Fréttir

Sumarhátíð Arnarsmára og Lækjar

23.6.2017

Í morgun fór fram hin árlega skemmtilega sumarhátíð sem leikskólarnir Arnarsmári og Lækur halda saman. Heppnin lék við hátíðargesti því það hætti að rigna á meðan á hátíðinni stóð. Eftir skrúðgöngu út í Vinabæjarlund var farið á níu stöðvar, 10 mínútur á hverri og tekist á við fjölbreytta leiki og verkefni.
Að því loknu var leiksýning á baklóð Lækjar sem Skapandi sumarstarf sá um.
Að lokum fengu allir grillaðar pulsur.
Tveir yngstu árgangarnir tóku strætó upp í Arnarsmára en hin gengu.
Allir voru dasaðir og þreyttir eftir hádegið en samt sælir og glaðir eftir skemmtilega hátíð.Þetta vefsvæði byggir á Eplica