Sími 441 5300

Fréttir

Uppskeruhátíð

15.9.2017

Í tilefni þess að 16. september er dagur íslenskrar náttúru var uppskeruhátíð Arnarsmára haldin í dag.
Byrjað var á að fara í skrúðgöngu um garðinn með skóflur og fötur og takturinn sleginn og sungið fullum hálsi. Skrúðgangan endaði hjá matjurtarkössunum og þá var hafist handa við að taka upp kartöflur og kál. All flestir voru mjög iðjusamir og tóku fullan þátt. Hallgerði og Anetu í eldhúsinu var síðan afhent uppskeran og suðu þær kartöflurnar  með fiskinum og báru fram kál með. Kartöflurnar voru einstaklega ljúffengar og er sem betur fer til í aðeins fleiri máltíðir.

                         

         Þetta vefsvæði byggir á Eplica