Sími 441 5300

Fréttir

Vináttugangan

8.11.2017

Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Hefð er fyrir því í Kópavogi að skólahverfi sameinist og geri eitthvað í tilefni dagsins. Smárahverfið hefur undanfarin ár farið í sameiginlega göngu og verið svo með vináttuskemmtun. Að þessu sinni var farið í Fífuna eins og í fyrra og þar var rætt um vináttu,Blær mætti á svæðið, sungin vinalög, dansað og búin til risastór bylgja. Að lokum söfnuðust allir saman í eitt stórt hópknús. Þrr
í elstu árgangarnir í Arnarsmára fóru í gönguna ásamt sömu árgöngum úr Læk og allir krakkarni í Smáskóla tóku þátt.
Krakkarnir úr 9. bekk sóttu okkur og fylgdu heim eins og sannir vinir.
Grjónin okkar og Gormarnir fóru í styttri vinagöngu í kringum skólann og var það fyrsta ferð Grjónanna.
Þetta var góður Vinadagur.Þetta vefsvæði byggir á Eplica