Sími 441 5300

Fréttir

Aðventustund

11.12.2017

Á aðventunni eru alltaf haldnar aðventustundir í Arnarsmára á mánudagsmognum. Á öðrum mánudegi í aðventu bjóða börnin vinum sínum  úr Gullsmára (eldri borgurum) á slíka stund. Kveikt er á kertum, kórinn syngur og allir taka undir. Í morgun fór einn 5 ára drengur með allt ljóðið hans Jóhannesar úr Kötlum um Grýlu og jólasveinana. Gestirnir þiggja svo kaffisopa á kaffistofunni og spjalla við kennarana. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá þessa góðu gesti í heimsókn.Þetta vefsvæði byggir á Eplica