Sími 441 5300

Fréttir

Kirkjuferð og Skyrgámur

19.12.2017

Í morgun var farið í tveimur stórum rútum í Digraneskirkju. Þar tóku prestarnir á móti börnunum, sögðu þeim söguna frá Betlehem, kveiktu á þremur kertum á aðventukransinum og sungu með börnunum. Börnin tóku virkan þátt og þeim var boðið upp að altarinu og þar sungu þau svo undurfallega nokkur lög við undirleik orgelspilarans. Þá hittu jólin kennarana beint í hjartað, söngurinn og hljómurinn í kirkjunni var svo hátíðlegur.
Þegar komið var til baka í Arnarsmára blasti eitthvað undarlegt við. Hvítar klessur út um alla gangstétt. Þá hafði skyrgámur lætt sér inn í búr og stolist í skyrið og slett því út um allt!Þetta vefsvæði byggir á Eplica