Sími 441 5300

Fréttir

Velheppnuð afmælisveisla.

9.1.2018

Í gær, 8. janúar var haldið upp á 20 ára afmæli skólans. Opið hús var á milli klukkan 14:00 og 16:00 og boðið upp á léttar veitingar. Starf skólans var gert sýnilegt á ýmsan hátt, með myndböndum, verk barnanna voru  á veggjum og fleiri stöðum og námsgögn gerð sýnileg.
Margir góðir gestir komu og samfögnuðu, þar á meðal nokkrir félagar frá Félagi eldri borgara í Kópavogi. Einn þeirra spilaði á harmóniku og hélt uppi fjöldasöng.
Þetta var skemmtilegur og eftirminnilegur dagur, takk þeir sem tóku þátt.Þetta vefsvæði byggir á Eplica