Sími 441 5300

Fréttir

Bóndadagur

19.1.2018

Í morgun mættu á annað hundrað gestir í morgunmat í Arnarsmára en hefð er fyrir því að börnin bjóði öfum sínum og pöbbum á bóndaginn í hafragraut, slátur, lýsi og hákarl. Allir tóku vel til matar síns.
Gullmolakórinn söng nokkur lög og allir sungu saman Þorraþræl og Öxar við ána. Takk fyrir komuna herramenn.

Í hádeginu var svo þorrablót þar sem allur hefðbundinn þorramatur var í boði. Sumir sýndu hugrekki og smökkuðu á öllu og fannst það bara gott. Aðrir létu sér nægja hangikjötið, slátrið, sviðasultuna og harðfiskinn.
Sungið var undir borðum eins og gert er á þorrablótum.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica