Sími 441 5300

Fréttir

Vorhátíð í góðu veðri

7.6.2018

Í gær var vorhátíð skólans haldin í fínasta veðri en henni var frestað þann 17. maí, vegna þess þá var gul viðvörun frá Veðurstofu Íslands vegna hvassviðris og rigningar
Hátíðin tókst vel, börnin sungu nokkur lög fyrir gesti og að því loknu fékk umhverfisnefnd skólans, sem skipuð er elstu börnunum,  Grænfánann afhentan í fimmta skipti frá fulltrúa frá Landverndar. Næstu tvö ár verður þemað í Grænfánaverkefninu Landslag.
Eftir að búið var að draga Grænfanann að húni fór fram reiptog, börn á móti foreldrum og er skemmst frá því að segja að börnin sigruðu þá keppni og uppskáru verðlaun. Þá var komið að fjórsjóðsleit og að lokum var pizzuveisla í boði foreldrafélagsins.Þetta vefsvæði byggir á Eplica