Sími 441 5300

Fréttir

Niðurstöður úr foreldrakönnun

27.6.2018

Foreldrakönnunin.

Niðurstöður úr foreldrakönnuninni sem flestir foreldrar tóku þátt í voru mjög góðar. Spurt var um rúmlega 20 atriði þar sem merkt var við einn af fjórum möguleikum og voru svörin þannig að  85-100% voru ánægðir eða mjög ánægðir.

Það sem foreldrar töldu helst ábótavant var lóð skólans en sem betur fer stendur það til bóta, framkvæmdir eiga að byrja í sumar.

Einnig var talað um þrengslin í fataherbergjunum og aðstöðu Gullmolanna.
Fataherbergin koma til með að verða óbreytt, þar veltur allt á góðri samvinnu og umgengni.
Til stendur að kaupa skilrúm fyrir Gulldeild til að afmarka þeirra svæði betur.

Annars má segja að skólinn hafi fengið glimrandi niðurstöður og eru kennarar þakklátir fyrir hlý orð frá foreldrum í þeirra garð.

Könnunina í heild sinni (fyrir utan opnu svörin) er hægt að sjá á þessum link:
http://arnarsmari.kopavogur.is/um-skolann/deildir/mat-a-skolastarfinu/

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica