Sími 441 5300

Fréttir

Ömmur og mömmur í morgunmat

22.2.2019

Á þriðja hundrað manns snæddi morgunverð í Arnarsmára í morgun.
 Börnin buðu ömmum sínum og mömmum í heimsókn í tilefni þess að á sunnudaginn er konudagurinn og við kveðjum þorrann og tökum á móti góunni. 
 Börnin voru búin að teikna myndir af mömmum sínum og ömmum og setja skemmtilegar athugasemdir með.
Þau höfðu einnig útbúið blóm á hvert borð í tilefni dagsins.
Það var ánægjulegt að sjá hversu margar konur sáu sér fært að mæta.
Takk fyrir komuna.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica