Sími 441 5300

Fréttir

Stytt ferð í Guðmundarlund

26.6.2019

Í morgun fórum við öll með rútu í Guðmundarlund og hugðumst eyða þar öllum deginum. En veðrið lék ekki alveg nógu vel við okkur þannig að ferðin var sytt um 2 klst.

Þrátt fyrir það var mjög gaman, svæðið er yndislegt og margt hægt að gera. Kaníunarnar voru vinsælar en sumir voru samt smeykir í skóginum.

Eftir að búið var að leika sér töluvert mikið og skoða sig um voru borðaðar grillaðar pulsur. Þá var hringt eftir rútunum sem komu og sóttu okkur um kl. 13:00 í stað kl 15:00. Hætt var við að tjalda og taka hvíld og síðdegihressingu í Guðmundarlundi.

En þrátt fyrir mikla bleytu var þetta skemmtilegur dagur. Þetta vefsvæði byggir á Eplica