Sími 441 5300

Fréttir

Vináttugangan

8.11.2018

Í dag, 8. nóvember er baráttudagur gegn eineldti.
Í Arnarsmaára er farið í vináttugöngu á þessum degi. Smáraskóli og tveir elstu árgangarnir í leikskólunum Læk og Arnarsmára komu saman í Fífunni og sungu og dönsuðu saman. Hópurinn myndaði stórt hjarta og sýndu hvert öðru virðingu og vináttu. Nemendur úr 10. bekk Smáraskóla sóttu Garpa og Gullmola og fylgdu þeim allan tímann á leið í Fífuna og aftur heim.
Grallararnir, Gormarnir og Grjónin fóru í vináttugöngu hér í næsta nágrenni. Þau höfðu með sér nesti og töluðu um vináttuna og að vera góð hvert við annað. Að lokum var lesin saga.
Dagurinn gekk vel og allir voru glaðir og góðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica