Sími 441 5300

Um skólann

Arnarsmári

Leikskólinn Arnarsmári var opnaður 7. janúar 1998. Skólinn er 622 fm að stærð og í honum eru 90 börn á aldrinum eins árs til sex ára. Deildir skólans eru fimm. Yngri börnin eru á Engi og Bakka og þau eldri á Brekku, Akri og Gulldeild. Fjöldi starfsmanna ræðst af aldri barnanna og sérkennsluþörf hverju sinni en oftast eru u.þ.b. 28 starfmenn við skólann. Leikskólinn stendur á Nónhæð, lóðin er stór og góð og útsýni frá skólanum er mikið og fagurt. Arnarsmári er opinn skóli, þ.e. að deildirnar eru ekki mjög stórar en stór svæði um skólann eru samnýtt af öllum deildunum.
                                                

                                                       

Einkunnarorð skólans eru frumkvæði, vinátta og gleði.   
Þetta vefsvæði byggir á Eplica