Sími 441 5300

Fundargerðir umhverfisnefndar

Umhverfisnefndarfundur 3. maí 2019

Halda áfram að minna á að merkja blöðin og nýta vel pappírinn

Engin hákatæming verður á þessu vori – moltan ekki tilbúin vega framkvæmda í garðinum

Hákatæming verður í haust og þá fá Gullmolar að fylgjast með því þeir verða í umhverfisráðinu næsta skólaár.

Nefnd sem sér um hvaða grænmeti skal setja niður í vor í nýju kassana okkar. Eva Björk, Bryndís og Hulda Kristín verða í nefndinni.

Hafa pappírsgerð í sumarstarfinu eins og vanalega

Hengja upp myndir sem sýna þróunina í landslaginu s.l. ár bæði innan garðs og utan. Rannsý sér um að finna myndir.

Næsti fundur verður eftir sumarfrí 26.ágúst 2019

Lesa meira

Umhverfisnefndarfundur 4.mars 2019

- Fórum yfir könnun hjá frá Landvernd

- Umræður um grænu tunnuna í listasmiðju – er ótrúlega fljót að fyllast, spurning um að börnin nýti blöðin illa.

- Fá tíma á skipulagsdaginn næsta til að ræða um nýtingu pappírs, muna að láta börnin merkja blöðin, minnka blöðin og láta teikna báðum megin, ræða við þau hvað þau ætla að teikna og hvað þau eru að teikna. Að við hugsum áður en við setjum í grænu tunnu. Allar afklippur og endurunnin blöð eiga að fara í kassann hjá Evu Björk. Vera dugleg að nýta pappírinn.

Lesa meira

Umhverfisnefndarfundur 08.01‘19

 • nú er byrjað að setja í miðjuhákinn.  Vegna misskilnings var sett í rangan hák til að byrja með. Þ.a.l. verður ekki hægt að taka úr hákunum fyrr en næsta haust. Moltan verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi þá.

 • Rannsý ætlar að biðja áhaldahúsið um „fínna“ dass  það hefur verið ansi gróft sem hefur komið.

 • virðist vera nóg af endurunnum pappír fyrir boðskort í janúar fyrir pabba og afa.  Spurning hvort þurfi að búa pappír fyrir mömmu og ömmu morgun í febrúar.

 • Næsti fundur er ákveðinn 4.mars n.k.

Lesa meira

Umhverfisnefndarfundur 20.nóv 2018

 •  Umræður um vigtun á mat í hádegi.  Búið að vigta einu sinni og kom það svipað  út og síðast þegar var vigtað sem eru góðar fréttir.  Höldum alla vega okkar striki.  Næsta vigtun er eftir áramót.   Höldum áfram að minna börnin á.
 •   Allir sprittbrúsar fara í rusl , ekki endurvinnslu.
 •    Nú eru hákarnir úti komnir á réttan stað eftir breytingar og má fara að setja aftur í þá frá og með föstudeginum 23.nóv.  Byrjað verður á að setja í miðju hákinn og verður slaufan sett um hann.

 

Næsti fundur ákveðin 8.janúar n.k. kl. 13:15

Lesa meira

Umhverfisnefndarfundur 10.sept 2018

Mættar: Hildur Kristín, Rósalind, Rannsý, Elín Guðrún, Bryndís, Tanja

Lesa meira

Umhverfisnefndarfundur 13.júní 2018

 • Farið yfir fundar s.l. fundar

 • Rætt um nýtt þema – landslag-  setja markmiðsblað og hugarkort inn á hverja deild fyrir alla að vinna eftir.  Frá og með næsta hausti hugmynd um að hafa einu sinni í viku á vinafundum umhverfismenntum markvisst

 • Taka myndir af Móanum til samanburðar til að eiga þegar við byrjum þemavinnuna í haust. Gerist margt í sumarlokun.

 • Hafa svo góða kynningu á skipulagsdegi í haust fyrir alla kennara.

Lesa meira

Umhverfisnefndarfundur 8.maí 2018

 • Farið yfir fundargerð s.l. fundar – muna eftir að vigta eftir hádegismat og tunnu í eldhúsi í haust.

 •  Fá tíma á skipulagsdag til að ræða umhverfisnefnd og  hákaumgengni á kaffistofu.

 • Hugmynd um að vera búin að stinga upp kartöflugarðana deginum áður en við setjum niður. kartöflur og líka þegar tæmt er úr stóru hákum.  Þarf fimm kennara í hákatæmingu.

 • Minna fólk á að setja meira dass og hræra betur í stóru hákunum.

 • Kjósa í nefndina – fólk má bjóða sig fram í haust.

Lesa meira

Umhverfisnefndarfundur 4.apríl 2018

 • Ákveðið er að næst þegar vigtað verður eftir hádegismat , verður líka vigtað  út ruslapoka í eldhúsinu.

 • Í apríl og maí ætlum við að vigta afganga eftir kaffiflæði

 • Hallgerður matráður mætti og rætt var um að hafa alltaf bæði brauð og hrökkbrauð í boði í kaffiflæðinu.  (minna hent)

 • Hákatæming ákveðin  3. Maí kl. 9:30 sleppa háknum í miðjunni. Bryndís, Elín Erna Þórunn og Garparnir.

 • Tvær nýjar reglur kynntar á næsta skipulagsdag 18.maí.                                                                                                      1) á næsta ári verður einn af hverri deild í Umhverfisnefnd                                                                                                 2) Hugmynd um að á næsta ári Grjón með í Grænu dollu upp úr áramótum   (verður metið)

 • Pulsupartý 25.apríl eftir hreinsunardaginn.  Rannsý panta 6-7 kústa fyrir þann dag.

 • Næsti fundur 8.maí kl. 13:30

Lesa meira

Umhverfisnefndarfundur 2. Október 2017

 • Umhverfissáttmáli leikskólans tilbúinn og allir hafa skrifað undir svo og fánar

 • Gullmolar ætla að útbúa merkingar á plastkassa fyrir flokkun

 • Fá að segja nokkur orð um Neysluna til að minna kennara á, ræða skyrdollurnar á kaffistofunni og hrósa kennurum og auglýsa eftir nýjum meðlimum í umhverfisnefndina og jafnframt að minna kennara á að það er nóg að setja eina hvíta fötu af dassi í stóru háka.

 • Vigta leifarnar af hádegismatnum 6. – 10. nóv og svo aftur í feb.  Rannsý undirbýr pappíra varðandi það.

 • Rannsý og Hildur Kristín fara að undirbúa nýja umsókn

 • Rannsý pantar dass í stóru hákana úti. 

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica