Bolludagur - Sprengidagur - Öskudagur

Dagarnir 12.-14.febrúar voru heldur betur viðburðarríkir hjá okkur í Arnarsmára. Mánudaginn 12.febrúar var bolludagur og fengum við fiskibollur í hádegismatinn og vatnsdeigsbollur með rjóma, sultu og súkkulaði í kaffiflæðinu.

Þriðjudaginn 13.febrúar var sprengidagur. Um morguninn settu nokkrir kennarar upp leiksýningu fyrir okkur um Gullbrá og birnina þrjá. Síðan fengum við saltkjöt í matinn í hádeginu.

Miðvikudagurinn 14.febrúar var svo dagurinn sem allir biðu eftir, öskudagur. Þann dag mátti mæta í búning og um morguninn héldum við öskudagsball. Þar var sungið og dansað áður en farið var í kónga-línu um húsið og síðan var kötturinn sleginn úr tunnunni og allir fengu snakk. Í hádegismatnum var svo pylsupartý.
Fréttamynd - Bolludagur - Sprengidagur - Öskudagur Fréttamynd - Bolludagur - Sprengidagur - Öskudagur Fréttamynd - Bolludagur - Sprengidagur - Öskudagur Fréttamynd - Bolludagur - Sprengidagur - Öskudagur

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn