Sími 441 5300

mynd

mynd

Forsíðumynd 2

Forsíðumynd 1

Mynd

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

tuss

231


Fréttir og tilkynningar

Uppskeruhátíð - 14.9.2018

Í morgun héldum við okkar árlegu uppskeruhátíð í dásamlegu veðri. Fyrst var farið í skrúðgöngu með trommuslætti og söng, um lóðina sem var einmitt stækkuð talsvert í morgun. Síðan var hafist handa við upptöku. Það kom skemmtilega á óvart eftir þetta sumar hversu mikil uppskeran var og fallegar kartöflur. Þetta er með því mesta sem við höfum fengið. Hallgerði voru færðar kartöflur til að sjóða með steikta fiskinum og smökkuðust þær ótrúlega vel.

Lesa meira

Stóri læsisdagurinn - 10.9.2018

í dag er stóri læsisdagurinn í Ararsmára, sá fyrri á þessu skólaári.
Börnin fóru á milli svæða og leystu ýmis læsistengd verkefni.
Það er alveg ótrúlegt hvað þau eru dugleg enda fengu þau viðurkenningar skjal að lokinni þátttöku.

Lesa meira

Árgangaskiptahátíðin - 17.8.2018

Í morgun var stór stund hjá börnunum í Arnarsmára, flutningur á milli deilda fór fram.
Garparnir urðu Gullmolar og fluttu á Gulldeild, Grallarar urðu Garpar og fluttu á Akur, Gormar urðu Grallarar og fluttu á Brekku og Grjón urðu Gormar og fluttu á Bakka. Þetta var mjög hátíðleg og skemmtileg stund.

Lesa meira

Sólblómabaukurinn - 10.7.2018

í gær heimsóttu  Gullmolarnir skrifstofu SOS barnaþorpa og afhentu 16.650 kr. sem var sú upphæð sem safnast hafði á síðasta skólaári í baukinn. Þeim var sagt að þessi peningur ætti eftir að koma sér vel fyrir börn út í heimi sem vantar margt til að sinna sínum grunnþörfum. Börnin voru leyst út með gjöfum.Þegar heim kom sögðu þau að þeim liði vel eftir að hafa afhent þessa peninga. Eins og einn Gullmolinn sagði: "Sælla er að gefa en þiggja"

Lesa meira

Niðurstöður úr foreldrakönnun - 27.6.2018

Foreldrakönnunin.

Niðurstöður úr foreldrakönnuninni sem flestir foreldrar tóku þátt í voru mjög góðar. Spurt var um rúmlega 20 atriði þar sem merkt var við einn af fjórum möguleikum og voru svörin þannig að  85-100% voru ánægðir eða mjög ánægðir.

Það sem foreldrar töldu helst ábótavant var lóð skólans en sem betur fer stendur það til bóta, framkvæmdir eiga að byrja í sumar.

Einnig var talað um þrengslin í fataherbergjunum og aðstöðu Gullmolanna.
Fataherbergin koma til með að verða óbreytt, þar veltur allt á góðri samvinnu og umgengni.
Til stendur að kaupa skilrúm fyrir Gulldeild til að afmarka þeirra svæði betur.

Annars má segja að skólinn hafi fengið glimrandi niðurstöður og eru kennarar þakklátir fyrir hlý orð frá foreldrum í þeirra garð.

Könnunina í heild sinni (fyrir utan opnu svörin) er hægt að sjá á þessum link:
http://arnarsmari.kopavogur.is/um-skolann/deildir/mat-a-skolastarfinu/

 

Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Foreldrafundur 3.10.2018

kl. 8:30-10:00
 

Bleikur dagur 5.10.2018

Allir mæta í einhverju
bleiku eða með eitthvað bleikt

 

Ný dyggð 5.10.2018

Agi og hlýðni

 

Nýtt þema 8.10.2018

Ég sjálfur og fjölskyldan mín
 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica