Sími 441 5300

mynd

mynd

Forsíðumynd 2

Forsíðumynd 1

Mynd

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

tuss

231


Fréttir og tilkynningar

Uppskeruhátíð - 15.9.2017

Í tilefni þess að 16. september er dagur íslenskrar náttúru var uppskeruhátíð Arnarsmára haldin í dag.
Byrjað var á að fara í skrúðgöngu um garðinn með skóflur og fötur og takturinn sleginn og sungið fullum hálsi. Skrúðgangan endaði hjá matjurtarkössunum og þá var hafist handa við að taka upp kartöflur og kál. All flestir voru mjög iðjusamir og tóku fullan þátt. Hallgerði og Anetu í eldhúsinu var síðan afhent uppskeran og suðu þær kartöflurnar  með fiskinum og báru fram kál með. Kartöflurnar voru einstaklega ljúffengar og er sem betur fer til í aðeins fleiri máltíðir.

Lesa meira

Alþjóðadagur læsis - stóri læsisdagurinn - 8.9.2017

Í dag er alþjóðadagur læsis og af því tilefni var stóri læsisdagurinn í Arnarsmára, en hann er hafður einu sinni á hvorri önn.

Að þessu sinni var hann hladinn úti í haustblíðunni og var lóð skólans skipt upp í 8 svæði og sparkvellinum við hliðina var skipt í þrjú svæði. Þrír elstu árgangarnir fóru á 9 svæði hvert barn en tveir yngstu, Grjón og Gormar, gerðu sín verkefni á einu svæði. Fjölbreytt læsistengd verkefni voru á hverju svæði og leystu börnin sín verkefni vel og með bros á vör enda er Arnarsmári útikennsluskóli.

Lesa meira

Arnarsmára barst góð gjöf - 18.8.2017

Elstu börnin sem voru að útskrifast í sumar og foreldrar þeirra  færðu skólanum 25 bakpoka í kveðjugjöf. Pokarnir  eru  ætlaðir  elstu börnunum hverju sinni til að nota í öllum sínum löngu og skemmtilegu  ævintýraferðum.
Kærar þakkir.

Lesa meira

Stór dagur - 11.8.2017

Í morgun gerðust stórmerkilegir hlutir í Arnarsmára. Öll börnin urðu árgangi eldri en í gær, þ.e. Garpar urðu Gullmolar, Grallarar urðu Garpar, Gormar urðu Grallarar og Grjón urðu Gormar. Þetta gerðist vegna þess að leikskólastjórinn er göldróttur. Reyndar var þetta hin árlega árgangaskiptahátíð skólans og fóru fram flutningar á milli deilda. Á mánudag byrjar svo aðlögun nýrra barna og hlökkum við til að fá þau í okkar hóp.

Lesa meira

Sumarfrí - 7.7.2017

Nú er síðasti dagur fyrir sumarfrí, við opnum aftur þriðjudaginn 8. ágúst kl. 13:00. Þetta er jafnframt síðasti dagur Gullmolanna og nokkurra fleiri sem eru að flytja í aðra skóla.
Um leið og við þökkum þeim börnum og foreldrum þeirra sem eru að hætta fyrir samfylgdina á liðnum árum óskum við öllum gleðilegra stunda í sumarfríinu og hlökkum til að hitta alla hressa og endurnærða í ágúst.

Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Foreldrafundur 3.10.2017

 

Skipulagsdagur 6.10.2017

Leikskólinn lokaður

 

Nýtt þema: 9.10.2017

Ég sjálfur og fjölskyldan mín

 

Stærðfræðidagurinn mikli 10.10.2017

 

Fleiri atburðir