Sími 441 5300

mynd

mynd

Forsíðumynd 2

Forsíðumynd 1

Mynd

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

tuss

231


Fréttir og tilkynningar

Fjölmennt í morgunmat. - 17.2.2017

Ímorgun mættu mömmur og ömmur með börnunum sínum í mogunverð. Þeim var boðið í tilefni af því að konudagurinn er á sunnudaginn og þá byrjar góan. Það var mjög góð mæting, rúmlega 130 gestir mættu. Á boðstóum voru heit rúnstykki, með ýmsu áleggi, ávaxtasafi og kaffi. Kór skólans söng nokkur lög tileinkuð mömmum og ömmum einnig fór kórinn með minni kvenna. Takk fyrir komuna.

Lesa meira

Dagur leikskólans - stóri læsisdagurinn - 6.2.2017

Í dag er haldinn dagur leikskólans um land allt. Í tilefni af því hefur verið opið hús í Arnarsmára í allan dag, foreldrar hvattir til að kíkja við og fylgjast með börnunum í leik og starfi.
Stóri læsisdagurinn sem er einu sinni á hvorri önn var í morgun og spreyttu börnin sig í litlum hópum við að leysa ýmis læsistengd verkefni. Það gekk mjög vel hjá þeim.´
Margir sáu sér fært að kíkja við og fylgjast með og það var mjög ánægjulegt.
Takk fyrir komuna.

Lesa meira

Stærðfræðidagurinn mikli - 25.1.2017

Í morgun var stærðfræðidagurinn mikli þessarar annar, það er einn slíkur á hvorri önn.
Þá fara  Gullmolar, Garpar og Grallarar í stærðfræðitengd verkefni á níu stöðvum, 8 mínútur á hverri stöð. Börnunum er skipt í 9 hópa þvert á deildir og leysa þau ýmsar stærðfræðiþrautir. Má þar nefna flokkun eftir litum, mælingar, skera niður ávextina sína og telja bitana, mynsturgerð, samlagning og frádráttur o.fl.
Gormar og Grjón leysa þrautir inn á sínum deildum, para skó og vettlinga, flokka eftir litum, telja ávaxtabita, tær og fingur, læra hugtök o.fl.
Áhuginn var mikill hjá börnunum og þau stóðu sig öll með ágætum.
Hvert barn fékk viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Lesa meira

Veisluhöld á bóndadegi - 23.1.2017

Á bóndadaginn var mikið um að vera í Arnarsmára. Um morguninn buðu börnin öfum sínum og pöbbum til morgunverðar og var vel mætt. Boðið var upp á hafragraut og lýsi, hákarl, slátur og kaffi. Kórinn söng nokkur lög og svo var einnig samsöngur. Takk fyrir komuna allir sem einn.
Í hádeginu var þorrablót Arnarsmára. Þá var á boðstólum allur hefðbundinn þorramatur og lagðist hann misvel í fólk, en allir fundu samt eitthvað við sitt hæfi. Sungið var undir borðum eins og á öllum þorrablótum. Einn kennarinn klæddist upphlut.

Lesa meira

Afmælisveisla - 6.1.2017

Á morgun verða 19 ár frá því að skólinn var formlega stofnaður. Að því tilefni voru hátíðarhöld í skólanum í mat og skemmtun í dag. Í gaman saman sem kennarar sáu um var m.a. leikið leikritið um Rauðhettu og sýnd töfrabrögð. Boðið var upp á pizzu og ís (klaka) í hádeginu og svo er það súkkulaðikaka í síðdegishressingu.

Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Sumarleyfislokun 6.1.2017 - 4.8.2017

verður frá 10. júlí - 4. ágúst

 

Ný dyggð 24.2.2017

 

Sprengidagur 28.2.2017

Kennarar sýna leikritið um
Gullbrá og birnina þrjá

 

Öskudagur 1.3.2017

Öskudagsball
Frjáls klæðnaður

 

Grænn dagur 3.3.2017

Allir mæta í einhverju grænu
eða með eitthvað grænt

 

Fleiri atburðir