Sími 441 5300

Snjómynd

mynd

mynd

Forsíðumynd 2

Forsíðumynd 1

Mynd

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

tuss

231


Fréttir og tilkynningar

Settar niður kartöflur - 26.5.2017

Í morgun voru settar niður kartöflur og voru börnin hvert öðru iðjusamara við það. Þegar því var lokið var kveikt upp í eldstæðinu, Hildur Kristín greip gítarinn, allir tóku lagið saman og skemmtu sér vel.

Lesa meira

Sveitaferðin tókst vel, eins og alltaf - 12.5.2017

Farið var í dag að Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit eins og gert er á hverju vori. Ferðin tókst mjög vel að vanda, margir foreldrar og aðrir ættingjar skelltu sér með í sveitina og fylltum við 4 stórar rútur, auk þess komu þó nokkuð margir á einkabílum.
Bændurnir tóku vel á móti okkur eins og þeirra er von og vísa og við sáum mörg dýr, fórum í fjöruna, lékum okkur og borðuðum grillaðar pulsur. Það fæddust þrjú lömb á meðan við vorum á staðnum og voru tvö þeirra skírð, Arnarsmári annað og Brynja Björk hitt.
Takk fyrir daginn allir sem komu með.

Lesa meira

Afrakstur þróunarverkefnis Arnarsmára - 10.5.2017

Eins og þið hafið orðið vör við í vetur þá hafa leikskólar Kópavogsbæjar tekið þátt í Þróunarverkefni tengdu læsi. Núna er verkefninu að ljúka og ætlar Arnarsmári að kynna sitt verkefni sem ber heitið Samræðulestur og fleiri leiðir til að efla og ýta undir læsi barna.

Við ákváðum að útbúa plakat með myndum af því starfi sem við höfum unnið í vetur sem tengist verkefninu okkar. Plakatið er bæði hægt að skoða hér --> arnarsmari_plakat_a1 <<--- og svo er hægt að skoða þau þar sem þau hanga uppi á sitthvorum ganginum.

Lesa meira

Mikið að gerast í maí - 3.5.2017

Í morgun var farið á síðasta svæðið í Arnarsmári á iði  og tókst það með miklum ágætum. Öll börnin hafa þá farið á 5 mismunandi svæði á jafnmörgum dögum og verið í hreyfitengdum verkefnum utan og innan lóðar.
Sveitaferðin verður föstudaginn 12. maí og hefur foreldrafélagið þegar sett upp auglýsingar í fataherbergjum og eins hefur verið sendur póstur á alla foreldra þar sem skráningin fer fram. Auðvitað fara öll börnin í skólanum í ferðina óháð því hvort foreldrar koma með eða ekki.
Skipulagsdagur verður miðvikudaginn 17. maí og er skólinn þá lokaður.

Lesa meira

Tónleikar í Arnarsmára - 24.3.2017

Í morgun var Gaman saman með öðru sniði en venjulega því það kom hljómsveit í heimsókn og hélt mjög skemmtilega tónleika. Hlómsveitin heitir OMOTRACK og í henni eru þrír meðlimir. Tveir af þeim eru starfsmenn í Arnarsmára, þau Birkir og Gríma og sá þriji heitir Markús. Þau tóku bæði frumsamin lög og svo lög sem börnin kunnu og sungu með. Þetta var skemmtileg stund, takk fyrir okkur.

Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Sumarleyfislokun 6.1.2017 - 4.8.2017

verður frá 10. júlí - 4. ágúst

 

Útskriftarferð Gullmolanna 30.5.2017

út í Viðey

 

Útskriftarhátíð Gullmolanna 31.5.2017

kl. 16:00
Foreldrum boðið

 

Regnbogadagur 2.6.2017

 

Vorhátíðin 7.6.2017

 

Fleiri atburðir