Arnarsmári er heilsueflandi leikskóli

    Tannvernd í leikskóla | Fréttir | Bolungarvík      Embætti landlæknis - Forsíða

Starfi Heilsueflandi leikskóla á vegum Embættis landlæknis er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu. Meginmarkmiðið er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan barna og starfsfólks. Samkvæmt aðalnámsskrá leikskóla (2011) er Heilsa og velferð nú einn af sex grunnþáttum menntunar en þátttaka í Heilsueflandi leikskóla styður skóla í að innleiða þennan grunnþátt í öllu sínu starfi. 

Heilsueflandi leikskóli leggur sérstaka áherslu á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þeir eru: hreyfing, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsa, fjölskylda, nærsamfélag og starfsfólk.


Heilsustefna Arnarsmára