Styrktarbarn

Arnarsmári hefur verið Sólblómaleikskóli í mörg ár og safnað í bauk peningum sem hafa verið sendir til SOS barnaþorpa. Nú höfum við tekið þá ákvörðun að styrkja eitt barn og fylgjast með því. Við fengum stúlku sem býr í barnaþorpinu Bouar í Mið-Afríkulýðveldinu. Stúlkan heitir Christiana Larose og er kölluð Kikina. Hún er fædd 1. október 2019. Í gaman saman í morgun var hún kynnt fyrir börnunum og við skoðuðum hvar í heiminum hún á heima og ræddum um að við gætum sent henni eitthvað til að gleðja hana. Börnin eru búin að búa til Sólblómabauk og þau mega koma með smámynt í hann þegar þau vilja.