Leikskólinn Arnarsmári var opnaður 7. janúar 1998. Skólinn er 622 fm að stærð og í honum eru 84 börn á aldrinum eins árs til sex ára. Arnarsmári er opinn skóli, þ.e. að deildirnar eru ekki mjög stórar en stór svæði um skólann eru samnýtt af öllum deildunum. Deildirnar heita Engi, Bakki, Brekka, Akur og Gulldeild.

Deildirnar samnýta þrjú svæði í skólanum:

  • Í Leiksmiðju er boðið upp á hlutverkaleiki af ýmsu tagi.
  • Í Holukubbum  fara fram byggingarleikir og oft er boðið upp á auka efnivið.
  • Í Listasmiðju er boðið upp á skapandi starf af ýmsum toga, bæði skipulagt og frjálst.

Fjöldi starfsmanna ræðst af aldri barnanna og sérkennsluþörf hverju sinni en oftast eru u.þ.b. 30 starfmenn við skólann. Leikskólinn stendur á Nónhæð, lóðin er stór og góð og útsýni frá skólanum er mikið og fagurt. 

Leikskólinn Arnarsmári er opinn frá 7:30 til 16:30

Leikskólastjóri er Bryndís Baldvinsdóttir,

 

Kynningarmyndband Arnarsmára

 

https://vimeo.com/343263167