Læsisátak í nóvember

Nú í nóvember gefst börnunum færi á að taka bækur með sér heim úr skólanum með aðstoð foreldra sinna. þetta er liður í því að auka læsi og lesskilning hjá börnunum auk þess sem lestur bóka gefur góða samverustund með foreldri. 

Við mælum með að hver bók sé lesin oftar enn einu sinni og þá má nota sitthverja aðferðina við lesturinn í hvert skipti, lesa á gamla venjulega mátann, ræða og geta sér til um hvað bókin er, ræða innihaldið út frá myndunum o.s.frv.

Það þarf að láta kennara vita þegar bók er tekin að láni og þá er hún skráð og eins láta vita þegar henni er skilað.

 

Skipulagsdagar skólaárið 2019-2020

20. september 2019

21. nóvember 2019

31. janúar 2020

23. mars 2020

22. maí 2020

Árgangaskiptahátíð -16.8.2019

Í morgun var árgangaskiptahátíðin í Arnarsmára.
Leikskólastjórinn hristi töfrasprotann og breytti elstu börnunum í Gullmola, 4 ára börnin eru orðin Garpar, 3 ára Grallarar og tveggja ára Gormar.
Börnin litu á þessa stund alvarlegum augum og nokkrir voru smá kvíðnir yfir breytingunum og breyttu hlutverki innan skólans. T.d. er höfðað til elstu barnanna að vera fyrirmyndir þeirra yngri og taka margir því sem vandasömu hlutverki. Mikilir flutningar áttu sér stað, öll börn fluttu á milli deilda.
Boðið var upp á popp á hátíðinni, grillaðar pulsur í hádeginu og nýbakaðar vöfflur með rifsberjahlaupi úr garðinum okkar í síðdegishressingu.
Í næstu viku hefst aðlögun nýrra barna.