Fjölmenni í morgunmat

Á bóndadag er hefð fyrir því að börnin bjóði öfum sínum og pöbbum í morgunverð. Að venju mættu mjög margir, u.þ.b 120 gestir fyrir utan börnin sjálf og kennarana. Alls borðuðu um 220 manns morgunverð í skólanum. Kórinn söng nokkur lög fyrir viðstadda m.a. minni karla og kvenna.

í hádeginu var svo alvöru þorrablót og sýndu mörg börn mikið hugrekki og smökkuðu alls konar óvenjulegan mat, súran og hákarl.

Góður og skemmtilegur dagur, takk fyrir komuna kæru bændur.