Sveitaferðin

Í dag fórum við í okkar árlegu sveitaferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Auðvitað ekki með sama sniði og venjulega þar sem ekki var hægt að bjóða foreldrum og systkinum með en þetta var ótrúlega gaman.
Veðrið lék við okkur eins og endra nær, móttökur ábúenda alltaf jafn yndislegar og það fæddust lömb á meðan við stöldruðum við og kiðlingarnir og hundarnir eltu okkar, þetta var mikil upplifun. Haft var á orði hvað börnin væru stillt og prúð og fylltu okkur stolti.
Fréttamynd - Sveitaferðin Fréttamynd - Sveitaferðin Fréttamynd - Sveitaferðin

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn