Dagur leikskólans

Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín, eða fyrir sléttum 70 árum. 

Haldið er upp á daginn með ýmsum hætti en í Arnarsmára var foreldrum boðið að taka þátt í fjölbreyttum læsistengdum verkefnum.

Þrír elstu árgangarnir fóru í sína vikulegu leikfimi í Smáranum þar sem hver hreyfistöð var einnig læsistengd.

Tveir yngstu árgangarnir fóru á milli fimm stöðva í skólanum.

Mjög margir foreldrar komu og tóku þátt og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Enn einn skemmtilegur og lærdómsríkur dagur í skólanum okkar.