Átak gegn matarsóun

Í dag hófst hjá okkur í Arnarsmára átak gegn matarsóun, og mun það standa yfir þessa viku. Við ætlum að vigta allan mat sem við hendum og er markmiðið að börnin geri sér betur grein fyrir mikilvægi þess að skammta sér ekki of mikið á diskinn, svo sem minnstur matur fari til spillis.