Fjölmenningarvika

í dag er fjölmenningarviku að ljúka í Arnarsmára þar sem við höfum kynnst menningu annarra landa. Við höfðum aukalega gaman saman á þriðjudaginn þar sem við sungum lög frá ýmsum lönd, t.d. "Hæ góðan dag" sem er lag þar sem við heilsum á fimm tungumálum, "Meistari Jakob" sungin á nokkrum tungumálum og "Á Íslandi á ég heima". Ræddum að sumir er fæddir í öðrum löndum en búa samt á Í slandi. Við höfum svo kynnst ólíkri matarmenningu og borðað mat frá Íslandi, Póllandi, Englandi, Svíþjóð og Kína í vikunni sem leið. Börnin hafa svo rætt og unnið verkefni á deildum tengt fjölmenningu s.s réttindi barna í tengslum við réttindaskóla verkefnið og rætt Kikinu sem er styrktarbarnið okkar sem býr í SOS barnaþorpi í Afríku. Skemmtilegri og fræðandi viku lokið.