Samsöngur með eldri borgurum

Nú fyrr í Október byrjuðum við að fara aftur í Gullsmára til að syngja með eldri borgurum. Við förum til þeirra annan hvern föstudag og syngjum með þeim ýmiss lög sem henta bæði eldri söngvurum sem yngri. Þessi samsöngur hefur verið haldinn til margra ára en fór svo í hlé meðan Covid19-faraldurinn stóð yfir, en hefur nú verið endurvakinn við mikinn fögnuð bæði okkar og eldri borgaranna.

Í hvert skipti fara nokkur börn ásamt kennurum og er stefnan að öll börn fái að fara með nokkrum sinnum yfir skólaárið.