Læsisátak

Nú er komið að fyrra læsisátaki þessa skólaárs sem verður núna í nóvember. Á meðan að átakið er hvetjum við ykkur til að fá lánaðar bækur, eina og eina í einu og lesa fyrir og með börnunum.

Það eru þrír merktir bókakassar sem hægt er að fá lánaðar bækur úr. Einn á yngri gangi fyrir Bakka og Engi, einn á eldri gangi fyrir Akur og Brekku og einn fyrir framan Gulldeild.

Við mælum með samræðulestri. Samræðulestur getur aukið við orðaforða, málskilning og frásagnarhæfni barnanna. Þetta eru allt þættir sem tengjast meðal annars læsi og lesskilning barnanna seinna meir.

Oft vilja börn lesa bækur sem þau þekkja og ekkert nema gott um það að segja. Eins og lagt er upp með í Samræðulestrinum þá viljum við fá börnin til að segja frá með sínum orðum, með okkar aðstoð og í bland við texta sögunnar.

Muna að láta kennara á deildinni vita þegar bók er tekin og hann skráir hana. Það sama á við um þegar bók er skilað þarf að afhenda kennara.