Lestrarátak í fullum gangi

Vonandi eru börnin ykkar búin að vera dugleg að nýta bókakassana og fá bók/bækur heim að láni. Ef ekki þá hvetjum við ykkur til að kíkja í kassana sem eru á eldri- og yngri gangi og á Gulldeild.

Eitt sem er mikilvægt að gera þegar verið er að lesa með börnum er að skoða vel bókarkápuna áður en byrjað er að lesa.
  • Hver skrifaði söguna?
  • Hvað sjáum við á forsíðumyndinni?
  • Segir nafnið okkur eitthvað um það sem gerist í sögunni? 
Með þessum vangaveltum vekjum við upp forvitni og ýtum undir samræður.

Við bentum ykkur á að nýta samræðulestur heima og hér fylgir slóð á stutt myndband sem sýnir á skemmtilegan hátt hvernig við getum gert börnin virk í lestrinum, myndbandið er reyndar á ensku en kemur vonandi að góðum notum.

Lestrarkveðjur til ykkar allra
Fréttamynd - Lestrarátak í fullum gangi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn