Arnarsmári réttindaskóli Unicef

Síðastliðinn föstudag fóru Gullmolarnir okkar í Arnarsmára á Réttindaskólahátíð í Salnum í Kópavogi. Þar tóku þau á móti viðurkenningu fyrir að leikólinn sé orðinn Réttindaskóli Unicef. Einnig sungu börnin nokkur lög.

Arnarsmári og leikskólarnir Álfaheiði, Furugrund, Kópahvoll og Sólhvörf eru fyrstu fimm leikskólarnir í heiminum til að verða réttindaskólar Unicef. Verkefnið er tengt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er því ætlað að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda barna. Hægt er að finna meira um verkefnið hér.

Fréttamynd - Arnarsmári réttindaskóli Unicef Fréttamynd - Arnarsmári réttindaskóli Unicef

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn