Listavika

Í dag var síðasti dagurinn í Listavikunni okkar sem hefur staðið yfir síðan á mánudag í síðustu viku, 6.mars. Í þessari viku var börnunum í skólanum skipt í 12 hópa og fóru þau síðan á 6 stöðvar víðs vegar um skólann, eina stöð á dag. Stöðvarnar eru:

  • Listasmiðja - Börnin leira vin sinn úr jarðleir
  • Eldri gangur - Börnin búa til stóra blöðru úr pappír og veggfóðurslími
  • Matsalur - Börnin skoða þarfir sínar og gróðursetja sólblómafræ
  • Gulldeild - Börnin teikna á blað á gólfinu með frjálsri aðferð
  • Fundarherbergi - Börnin búa til sögu um öryggi
  • Leiksmiðja - Börnin fara í Blæ-stund
Fréttamynd - Listavika

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn