Vinavika - 27.-31.mars

Í dag hófst vinavika hjá þrem elstu árgöngunum í skólanum og stendur hún út þessa viku. Dregin voru vinapör innan árganganna og verður margvíslegt samstarf innan árganganna þessa vikuna. Einnig verður farið yfir hvað er vinátta, hvað vinir geta gert saman og fleira.

Gullmolar ætla í vikunni að heimsækja yngri deildir, m.a. á vinafundum og á svæðum, aðstoða yngri börnin í þeirra störfum og vera góðar fyrirmyndir í leik og starfi.

Garpar og grallarar ætla að vera meira saman hver árgangur, m.a. á vinafundum og í ferðum. Vinapör leiðast í ferðum og eru hvött til að aðstoða vini sína ef þau geta.