Vináttuganga í vinaviku

Í síðustu viku var vinavika hjá okkur í leikskólanum. Í henni var unnið með vináttu á ýmsa vegu.

Á miðvikudaginn var svo vináttugangan, gengið gegn einelti. Eldri árgangarnir, Gullmolar og Garpar, gengu niður að tjörninni í Kópavogsdal þar sem við hittum vini okkar í leikskólanum Læk. Þaðan var svo gengið uppí Hlíðagarð þar sem sungin voru nokkur vináttulög og síðan fengu börnin að leika sér saman áður en gengið var aftur heim. Grallarar gengu saman á planið sem er rétt fyrir ofan aparóló og þar sungu þau nokkur lög og hittu kisu aður en þau gengu aftur heim. Gormar gengu svo að vinatrénu sínu. Þar sungu þau nokkur lög og lásu vináttusögu um Blæ áður en þau gengu aftur heim.
Fréttamynd - Vináttuganga í vinaviku Fréttamynd - Vináttuganga í vinaviku Fréttamynd - Vináttuganga í vinaviku Fréttamynd - Vináttuganga í vinaviku Fréttamynd - Vináttuganga í vinaviku Fréttamynd - Vináttuganga í vinaviku

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn