Dagur íslenskrar tungu
Á fimmtudaginn í síðustu viku var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í leikskólanum. Klukkan 9:00 komu allir saman í salnum og sungu nokkur lög saman, m.a. Á íslensku má alltaf finna svar. Eftir það buðu svo kennarar skólans uppá leiksýningu þar sem sýnt var leikritið um Búkollu.